miðvikudagur, júlí 06, 2005
Hér hefur nú verið lítið um fína drætti upp á síðkastið en nú á að gera bragarbót á. Það er kominn tími til að henda í gírinn enda rímar sumar næstum því við bjór. Kanski ekki en það gerir það næstum því eftir 4 til 5 bjóra. Það er von á velunnurum betribjórs til landsins en staðan er nú orðin sú að rétt tæplega helmingur hópsins er í vistaskiptum í útlandinu. Það er því von og vísa að velunnararnir úr vistinni vippi sér til vorra vinafunda og vekji upp veislu. Sá meðlimur bb sem við höfum endurheimt nú nýlegast ætti að hafa áhugaverða sögu að segja um hvernig bjórmenningarmálum er háttað í Austur-Evrópu. Stefnt er á hitting fimmtudaginn 7. júní. Þeið megið búast við öðrum fögnuði von bráðar - eftir viku eða svo.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home