föstudagur, júní 25, 2004

Heyrðu Bjórdís mín, ég var löglega afsakaður og kommentið var sett þarna til að hvetja til hittings sem fyrst.

Ég var með gat þar sem jaxl hafði verið í meira en áratug og mátti ekki bjórinn smakka þar sem ég var á fúkkalyfjum og parkódín forte.

Annars hlakka ég gífurlega til brúðkaups sem ég er að fara í eftir u.þ.b. rétt rúmar tvær vikur. Kanski verður boðið upp á bjór þar?

Ég var að hugsa um að setja inn kommentakerfi af því að mér sýnist sumir lengi að koma sér í blogggírinn. Með kommentakerfi er ekki hægt að röfla yfir töpuðum aðgangsorðum og öðru þvílíku.

Eru ekki allir í stuði fyrir slíkt?

sunnudagur, júní 20, 2004

Hejsan og takk fyrir síðast.

Öllum þótti gaman að sjá danmerkurhluta Betribjórs á landinu og gaman að sjá hvernig hún vex og dafnar. Það var samt nokkuð augljós skipting á milli nýliðahreyfingar Betribjórs og annarra þegar kom að borðhaldinu. Einnig var áberandi lítil bjórsmökkun í gangi. Vonumst til þess að því verði kippt í liðinn fljótlega.
Ég auglýsi hér með eftir frekari hittingum og plönum í grill.
Knús til ykkar allra

fimmtudagur, júní 10, 2004

14. 15. eða 18. júni. Gunni, teik jor pikk. Við hin fylgjum barasta eftir er það ekki?

Annars get ég sagt ykkur það að síðan SD fæddist þá hefur pabbinn bara fengið sér einn bjór og ég get svo svarið það að hann varð vel kenndur af honum. Ég verð líklegast mjög skrautlegur þegar smakkið hefst að nýju.

mánudagur, júní 07, 2004

Yndislegt að sjá svona skjót viðbrögð.
Ég mæli með þreföldu "Húrra!" fyrir Gunna.

*Húrra! - Húrra! - Húrra!*

Drottningarríki mun það vera og afsaka ég þennan leiða misskilning hér með. Ég styð heilshugar grill og bjór og afkvæmasýningu og ætti að komast flesta daga.

sunnudagur, júní 06, 2004

Jájájá, svona á þetta að vera. Það vantar sam t.d. póst frá Helgu og Bryndísi og ekki væri amalegt að fá póst frá okkar manneskjum í sameinuðu ríkjunum vestanhafs og konungsríkinu austanhafs. Hvernig er það síðan með þessa blessuðu meðlimi og leg Betri Bjórs sem hafa ALDREI sett inn póst?

En ég er yfir mig hrifinn af ykkur þremur; áfram þið!!!

Annars var seinasta vika soldið hektísk hjá mér eins og má sjá á Fláráði.

Kem í skólann í næstu viku.