beer, the solution to and the cause of all of lifes problems!
föstudagur, júlí 08, 2005
Takk fyrir betri bjór. Hann heldur í mér trú á hið góða í mannskepnunni. Hvernig gæti dýr sem skapaði eitthvað jafn frábært og bjór verið alslæm? Er ekki annars búið að ákveða að næsta bjórkynning verði á Litla Jóni?
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Sæl öllsömul,
Á meðan eftirvæntingin eftir morgundeginum er alveg að fara með mig þá ákvað ég að senda á þau netföng sem ég hef hjá þeim meðlimum og legum betribjórs sem ekki hafa komið með innlegg seinustu, ö, mánuði, áminningu um hvaða nikk þau notuðu til að skrifa á síðuna. Ég finn ekki neinstaðr póstfangið hennar Huldu þannig að ef þið lumið á því þá megið þið endilega senda það til mín eða segja mér það á hittingnum á morgun.
Ég get varla beðið.
Á meðan eftirvæntingin eftir morgundeginum er alveg að fara með mig þá ákvað ég að senda á þau netföng sem ég hef hjá þeim meðlimum og legum betribjórs sem ekki hafa komið með innlegg seinustu, ö, mánuði, áminningu um hvaða nikk þau notuðu til að skrifa á síðuna. Ég finn ekki neinstaðr póstfangið hennar Huldu þannig að ef þið lumið á því þá megið þið endilega senda það til mín eða segja mér það á hittingnum á morgun.
Ég get varla beðið.
Hér hefur nú verið lítið um fína drætti upp á síðkastið en nú á að gera bragarbót á. Það er kominn tími til að henda í gírinn enda rímar sumar næstum því við bjór. Kanski ekki en það gerir það næstum því eftir 4 til 5 bjóra. Það er von á velunnurum betribjórs til landsins en staðan er nú orðin sú að rétt tæplega helmingur hópsins er í vistaskiptum í útlandinu. Það er því von og vísa að velunnararnir úr vistinni vippi sér til vorra vinafunda og vekji upp veislu. Sá meðlimur bb sem við höfum endurheimt nú nýlegast ætti að hafa áhugaverða sögu að segja um hvernig bjórmenningarmálum er háttað í Austur-Evrópu. Stefnt er á hitting fimmtudaginn 7. júní. Þeið megið búast við öðrum fögnuði von bráðar - eftir viku eða svo.