miðvikudagur, október 26, 2005

Einu sinni - ekkert fyrir afskaplega löngu síðan var þetta hressilegasta síðan á alnetinu (ég kanski ýki örlítið). Núna er þetta bara sorglegt. Minnisvarði um glæsta tíma þegar allir gátu hætt snemma á föstudögum, dregið fram flöskur og skálað í salakynnum Sumarhallarinnar. Ég man þetta allt eins og það hafi gerst í gær. Bjórinn, sögurnar, illkvittið slúðrið, rauðu kinnarnar á Þórönu...

Allt þetta og svo mikið meira verður rifjað upp og toppað á þema kvöldinu "Betra Fyllerí" hjá Gutta.

Hvað segiði - er ekki að styttast í það?