föstudagur, ágúst 29, 2003

Ég hlakka til að smakka hvaða sænska glaðning Gutti hlýtur að koma með frá útlandinu handa bjórþyrstum samdrykkjufélögum. Ætli Rock'n'Roll fáist í Svíðjóð?

laugardagur, ágúst 23, 2003

Hejsan bjórþambarar - eftir afslappelshelgi í sveitinni er gaurinn mættur aftur og er hálf sorgmæddur yfir því að sjá svona lítið aksjón á síðunni. Gunni og Þórana fá samt massívt ríspekt fyrir að sína góðan lit.

föstudagur, ágúst 15, 2003

The ultimate excuse.

Í dag var það Þórana sem stóð fyrir kynningu á tveimur merkis bjórum: TIGER og BITburger. Kynningin fór fram í hinni vinalegu og tignarlegu Sumarhöll sem virðist ætla að verða nokkurskonar fastapunktur í ævintýrum bjórklúbbsins.


Jæja, tjáið ykkur um bjórana og gefið þeim einkunn. (Þið afsakaið en ég fæ íslenska stafi ekki til að virka í könnununum.)















Nú man ég eftir að fyrsta eftirmiðdegið var reyndar á Norrænahúsinu. Úps, drykkjan alveg að gera út af við minnið. Að mig minnir var þá drukkið viking og carlsberg. Ah, man ekki alveg.

Sælt veri fólkið.

Nú er eins gott að byrja að blogga á fullu og rifja upp hvað hefur gerst á bjórsamkomum okkar hingað til. Bjórklúbburinn fór af stað með glæsibrag þegar Gutti kynnti til sögunar VIKING LITE. Gott veður og grennandi bjór í bakgarðinum hjá Helgu. Ekki sáu sér allir fært um að mæta og bjórinn fékk misjafnar undirtektir. Engu að síður vel heppnuð byrjun á bjórklúbbnum.

Tjáið ykkur um lite: