beer, the solution to and the cause of all of lifes problems!
föstudagur, október 24, 2003
Helvítis æfinga kennsla. Klukkan að verða hálf sex á föstudegi og ég er ekki búinn að bragða svo mikið sem bjórdropa í dag. Ég hugsaði því skiljanlega mikið til ykkar í dag. Vona að þig hafið skálað einu sinni fyrir mig. Buhuhuhu mig vantar bjór.
fimmtudagur, október 23, 2003
Þið getið breytt nafninu sem birtist í byrjunar glugganum þegar þið eruð búin að skrá ykkur inn á blogger.com

Ja, mér finnst að allir ættu að finna sér skemmtilegt nikk fyrir síðuna.
Svona eins og Bjórður í staðin fyrir Þórður og Þórana getur verið Bjórana og Gunni getur verið Þunni og Helga getur verið, ö... getur verið... æ finnið þið eitthvað sniðugt.
Annars legg ég til að fólk hittist í Norræna húsinu ef engin önnur bjórkynning er plönuð.
Svona eins og Bjórður í staðin fyrir Þórður og Þórana getur verið Bjórana og Gunni getur verið Þunni og Helga getur verið, ö... getur verið... æ finnið þið eitthvað sniðugt.
Annars legg ég til að fólk hittist í Norræna húsinu ef engin önnur bjórkynning er plönuð.
föstudagur, október 10, 2003
Meh- hér var afskaplega gott bjórkynningareftirmiðdegi. Það voru kynntar til sögunnar hinar afskpalega skemmtilegu bjórtegundir Eurolager og Leffe. Í stuttu máli var kenningin sem ég kynnti á þessari bjórkynningu sú að Eurolager væri ástæðan fyrir því að Svíar felldu Evruna um daginn. Leffe var síðan dæmi um aðra bjórtegund sem hefði getað fengið Svía til þess að vera meira hallir undir Evrunotkun.
Og svo hinn...
Og hana nú!
Og svo hinn...
Og hana nú!
fimmtudagur, október 09, 2003
Abbbabbbababab - ekkert sona. Það er búið að kjósa og fjögur skal það vera. Sjáumst í hressu stuði í stuðhöllinni á morgunn kl 16:00 - stundvíslega.
Að gefnu tilefni ætla ég að taka af allan rugling varðandi skyldleika sveinsins og Proppé-ins. Þar á milli er enginn skyldleiki. Hér er einungis um hugtaka rugling að ræða eins og oft vill verða í félagsvísindum (og víðar) þegar ekki er búið að samræma nægilega vel hugtakanotkun og enginn hefð er komin á hana. Þá getur smíð þeirra stundum verið varhugaverð.
Mín tillaga er sú að hér eftir verði notast við ,,frú Proppé" til þess að fyrirbyggja allan misskilning.
Einnig vil ég minna alla á að mæta tímanlega klukkan 16:00 til þess að missa ekki af kynningu og fyrirlestri. Einnig hefur komið upp sú hugmynd að smökkunin verði í styttri kanntinum þannig að fólk geti farið á sýningu myndarinar .Women, the forgotten face of war
Mín tillaga er sú að hér eftir verði notast við ,,frú Proppé" til þess að fyrirbyggja allan misskilning.
Einnig vil ég minna alla á að mæta tímanlega klukkan 16:00 til þess að missa ekki af kynningu og fyrirlestri. Einnig hefur komið upp sú hugmynd að smökkunin verði í styttri kanntinum þannig að fólk geti farið á sýningu myndarinar .Women, the forgotten face of war
þriðjudagur, október 07, 2003
Viðfangsbjórar næsta föstudags verða ekki af verri endanum skal ég segja ykkur. Það verða kynntar tvær tegundir fyrir bragðlaukana og báðir tengjast þeir ákveðnu þema sem ég vil ekki gefa upp að svo stöddu. Eina sem ég læt uppi er að þemað tengist þjóðernishyggju, heimsvaldastefnu og einni ríkustu bjórmenningu í heimi (ef ekki þeirri ríkustu).
Þá er von á gestafyrirlesara. Norman Peterson komst ekki þessa vikuna en í hans stað eigum við von á að Proppé-inn eigi eftir að fræða okkur um félagslegan auð á kynjuðum nótum í sjávarbyggðum landsins. Spennó spennó!!
Þá er von á gestafyrirlesara. Norman Peterson komst ekki þessa vikuna en í hans stað eigum við von á að Proppé-inn eigi eftir að fræða okkur um félagslegan auð á kynjuðum nótum í sjávarbyggðum landsins. Spennó spennó!!